Fréttir

New Nordic Food – Ný norræn matvæli

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dagana 2.-3. nóvember verður málstofan New Nordic Food – from vision to realizations haldin í  Borupgaard, Snekkersten, 30 km fyrir norðan Kaupmannahöfn.  Á málþinginu verður rætt um möguleika og framtíð norrænna matvæla.

Meginmál

Norræna ráðherranefndin, Nordic Innovation Center og Det Biovidenskabelige Fakultet ved Köbenhavns Universitet standa að málþinginu sem haldið er í lok verkefnisins New Nordic Food.  Markmið verkefnisins var að halda á lofti norrænum gildum innan matargerðar og ferðaþjónustu á Norðurlöndunum og vinna á sviði heilsu, hollustu, atvinnusköpunar, hönnunar og verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu. Skoðið ráðstefnubækling hér.

Skráningargjald er DKK 1000 og skráning er á síðunni:  http://cms.ku.dk

Skráningu lýkur 2. október.

IS