Fréttir

Niðurstöður og tillögur kræklinganefndar – skýrslan á ensku

Þann 7. desember 2007 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd til að kanna stöðu og möguleika kræklingaræktar á Íslandi. Í skipunarbréfi til nefndarinnar kom eftirfarandi fram:

Þann 7. desember 2007 skipaði sjávarútvegsráðherra nefnd til að kanna stöðu og möguleika kræklingaræktar á Íslandi. Í skipunarbréfi til nefndarinnar kom eftirfarandi fram:

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að kanna stöðu og möguleika til kræklingaræktar á Íslandi með tilliti til bæði líffræðilegra og rekstrarlegra forsendna greinarinnar og umhverfisþátta. Nefndinni er ætlað að skila greinargerð til ráðherra og koma jafnframt með tillögur að þeim aðgerðum sem hægt væri að grípa til hjá hinu opinbera til að treysta almennar vaxtarforsendur greinarinnar“.

Nefndina skipuðu: Haukur Oddsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Borgunar hf. (formaður), Ásta Ásmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Matís ohf., Guðrún Þórarinsdóttir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, Jón Páll Baldvinsson frá Skelrækt – samtökum kræklingaræktenda og Kristinn Hugason deildarstjóri, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Skýrsla þessi er nú fáanlegu á ensku og hægt er að sækja eintak hér.

IS