Stýrihópur norrænu ráðherranefndarinnar um „Ný norræn matvæli“ tilnefndi fyrir stuttu Brynhildi Pálsdóttur til verðlauna á sviðinu „Ný norræn matvæli“.
Brynhildur og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og fyrirtæki þeirra Borðið, voru tilnefnd frá Íslandi.
Brynhildur hefur starfað um skeið hjá Matís og komið m.a. að „Stefnumót bænda og hönnuða“.
„Stefnumót bænda og hönnuða“ er frumkvöðlaverkefni í þágu atvinnulífsins þar sem tvær starfstéttir eru leiddar saman til að skapa einstaka afurð. Mikil sóknartækifæri felast í matvælaframleiðslu og með markvissri nýsköpun á hráefninu er hægt að margfalda virðisaukann. Í sérstöðu og upplifun felast mikil verðmæti, því er markmið verkefnisins að þróa héraðsbundnar matvörur byggðar á hæstu gæðum, rekjanleika og menningarlegri skírskotun.
Matís hefur tekið virkað þátt í ofangreindu verkefni og kemur m.a. að vöruþróun.
Nánari upplýsingar:
Borðið (stórt pdf skjal)
Borðið – CV (pdf skjal)