Fréttir

Notkun NMR- tækni og segulómun í matvælarannsóknum: Ráðstefna 2008

Í september 2008 verður haldin ráðstefna hér á landi um notkun NMR (Nuclear Magnetic Resonance) tækni og segulómun (Magnetic Resonance Imaging) í matvælarannsóknum. Matís og Háskóli Íslands munu sjá um undirbúning ráðstefnunnar hér á landi.

Ráðstefnan ber yfirskriftina The 9th International Congress on the Applications of Magnetic Resonance in Food Science en slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar á tveggja ára fresti í Evrópu síðan 1992.Til að undirbúa ráðstefnuna og kynna sér aðstæður hér á landi komu hingað í vikunni tveir virtir vísindamenn frá Englandi. Þetta voru Professor Peter Belton frá University of East Anglia og Professor Graham Webb frá the Royal Society of Chemistry.

Professor Belton flutti stuttan fyrirlestur í morgun fyrir starfsfólk Matís í Reykjavík og kynnti rannsóknir sínar, en hann mun vera einn fremsti vísindamaður heims um notkun NMR tækni og segulómunar í matvælarannsóknum.

Að sögn Maríu Guðjónsdóttur, sem skipulagði heimsókn tvímenninganna til Íslands, líst þeim vel á aðstæður til ráðstefnuhalds hér á landi, en ráðstefnan verður haldin í húsnæði Endurmenntunarstofnunar H.Í. á næsta ári. Þess má geta að Maríu var boðið að taka þátt í 8. ráðstefnunni, sem haldin var í Nottingham í Englandi á síðasta ári.

Skoða glærur úr erindi Professor Belton. (pdf-skjal)

IS