Fréttir

NÚNA er tækifærið – Matís með á fjöldafundi SI

Treystum stoðirnar – virkjum mannauðinn

Síðastliðinn föstudag, 14. nóvember, var haldinn fjöldafundur meðal fyrirtækja og fólks í hátækni- og sprotageiranum á Hilton Reykjavík Nordica.

Fundurinn kallaðist „Núna“ er tækifærið því að núna er einmitt tæifærið til að hefja markvissa uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja með virku samstarfi og samstöðu stjórnvalda, stjórnenda og starfsmanna um að treysta stoðir nýsköpunar og virkja mannauðinn. Tilgangur fundarins var að efla sóknarhug og sjálfstraust.

Á fundinum kynntu fyrirtækin starfsemina, komu með góðar fréttir um árangur af þróunar- og markaðsstarfi og kynntu tilboð sem fólu m.a. í sér að þau geti bætt við sig fólki að því gefnu að tiltekin starfsskilyrði og stoðir til nýsköpunar séu fyrir hendi.

Kynningu Matís má finna hér og hér má finna tilboð Matís.

Fulltrúar nokkura fyrirtækja tóku til máls auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Össurar Skarphéðinssonar. Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður bjó til tónlist á staðnum ásamt DJ Margeir og Björk Guðmundsdóttur, tónlistarmaður hélt hvatningaræðu. Fundarstjórar voru Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr og Svafa Grönfeldt rektor við HR.

Að fundinum stóðu Samtök iðnaðarins, Samtök líftæknifyrirtækja, Samtök sprotafyrirtækja, Samtök upplýsingafyrirtækja og Háskólinn í Reykjavík.

Dagskrá

16.00 Helgi Magnússon, formaður SI opnar fundinn og fundarstjórar taka við

16.10 Stutt innlegg frá fulltrúum fyrirtækja og stjórnvalda

Stiki – Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri

Össur – Egill Jónsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra

Skýrr- Sigrún Ámundadóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna

Klak – Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra

Valgeir Guðjónsson býr til tónlist með þátttöku fundargesta       

Marel – Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi

CCP – Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra

Marorka – Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri

Betware – Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri

Stjörnuoddi – Jóhanna Ástvaldsdóttir, fjármálastjóri

SagaMedica – Perla Björk Egilsdóttir, sérfræðingur

Björk Guðmundsdóttir, tónlistarmaður

Lag Valgeirs Guðjónssonar og DJ Margeirs flutt 

17.00  Mannblendi

IS