Fréttir

Ný reglugerð um næringar- og heilsufullyrðingar: Matís með innlegg

Innan Evrópusambandsins hefur tekið gildi ný reglugerð um næringar- og heilsufullyrðingar í merkingu matvæla. Þess má vænta að reglugerðin verði tekinn inn í EES-samninginn á næstu mánuðum.

Fram að því gilda áfram íslenskar reglur. Á Íslandi má einungis fullyrða um innihaldsefni matvæla ef það er heimilað í viðeigandi reglugerðum eða að leyfi fyrir slíku hafi fengist hjá Matvælastofnun (www.mast.is).

Í aðdraganda setningar þessarar reglugerðar tók Matís þátt í norrænu verkefni þar sem markmiðið var að Norðurlöndin kæmu fram með sameignlega skoðun á hvers konar merkingar yrðu leyfðar sem “jákvæðar merkingar”. Viðhorfskönnun var gerð meðal norrænna neytenda um heilsufullyrðingar, hvernig neytendur skilja þær og um merkingar matvæla og hvernig áhrif þær hafa í markaðssetningu.

Matís framkvæmdi könnunina á Íslandi og túlkaði niðurstöður ásamt því að halda  fundi með hagsmunaaðilum fulltrúum matvælafyrirtækja og neytendasamtaka. Nú er komin út ritrýnd grein sem skýrir frá niðurstöðum neytendarannsóknanna. Greinin nefnist Perception of Health Claims Among Nordic Consumers og er birt í tímaritinu Journal  of Consumer Policy og má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir.

IS