Fréttir

Ný tækni í veiðafærum og aflameðferð

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fyrir stuttu var haldinn vinnufundur í húsakynnum Matís í Reykjavík um veiðarfæri og aflameðferð (New technology for the Nordic fishing fleet: Fishing gear and effective catch handling). 

Að skipulagningu fundarins komu auk Matís, Havstovan í Færeyjum, Sintef í Noregi og CATch-fish í Danmörku. Fundurinn var styrktur af AG-fisk (Working group for fisheries co-operation), sem er undirstofnun Norrænu ráðherranefndarinnar.


Vinnufundinn sóttu um 50 manns frá níu löndum og var meðal annars boðið upp á 19 fyrirlestra þar sem fjallað var um nýlegar rannsóknir og þróun í veiðarfærum og aflameðferð. Segja má að fundurinn hafi tekist með miklum ágætum og eru aðstandendur sannfærðir um að í framhaldi hans verði sett á laggirnar samstarfsverkefni þar sem sérfræðingar úr sjávarútvegsgeiranum á Norðurlöndunum hafa aðkomu.

Nánari upplýsingar um verkefnið og dagskrá vinnufundarins má finna á vefsvæði verkefnisins. Hægt er að horfa og hlusta á fyrirlestrana sjálfa á Youtube rás Matís.

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá Matís.

IS