Tveir starfsmenn tóku til starfa á Rf fyrr í þessum mánuði, annar í Reykjavík en hinn á Höfn í Hornafirði. Björn Þorgilsson mun starfa á Umhverfis- og gæðasviði Rannsóknarsviðs Rf og Guðmundur Heiðar Gunnarsson á Höfn í Hornafirði.
Björn Þorgilsson mun einkum starfa vinna við gagnagrunna og áhættumat á Umhverfis og gæðasviði Rannsóknarsviðs Rf. Hann lauk M.Sc. prófi í eiturefnafræði frá Medical College of Wisconsin, í Milwaukee, Bandaríkjunum árið 2000. Síðustu fjögur ár var Björn starfsmaður Hafrannsóknastofnunar og starfaði hjá Rannsóknastofu í stofnerfðafræði, Keldnaholti.
Guðmundur Heiðar Gunnarsson heitir starfsmaður í nýrri starfstöð Rf á Höfn í Hornafirði. Þetta er önnur af nýjum starfstöðvum Rf, en fyrr á árinu var starfstöð Rf á Sauðárkróki opnuð og starfar Rf því nú á sex stöðum á landinu, fyrir utan Reykjavík. Guðmundur er lífefnafræðingur að mennt, tók BS próf í lífefnafræði við Háskóla Íslands 1997 og lýkur bráðlega doktorsnámi við Læknadeild H.Í. Guðmundur hefur aðstöðu í Nýheimum, Litlu brú 2 á Höfn, glæsilegu húsnæði sem vígt var árið 2002 og hýsir ýmsa starfsemi.