Fréttir

Nýjar aðferðir í saltfiskverkun efla markaðsstöðu

Saltfiskverkun hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Slík verkun byggðist áður á einfaldri stæðusöltun en nýjar aðferðir við verkun hafa skilað framleiðendum allt að því 15% aukningu í heildarnýtingu, segir í grein Krístinar Þórarinsdóttur og Sigurjóns Arasonar hjá Matís (Matvælarannsóknir Íslands).

Það var aldamótaárið 1800 sem Íslendingar sendu í fyrsta skipti út saltfiskfarm á eigin vegum. Upp frá því jókst saltfiskverkun Íslendinga smátt og smátt og í upphafi 21. aldarinnar er saltfiskur ennþá mikilvæg útflutningsvara þó að nýjar og breyttar geymsluaðferðir hafi litið dagsins ljós í millitíðinni.

Saltfiskur á markaði á Spáni.

Í því sambandi má nefna að heildarverðmæti saltfisks var 17,3 milljarðar eða um 16,5% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2006. Blautverkaður saltfiskur úr þorski skilaði mestu útflutningsverðmæti, sem nam 11,4 milljörðum króna. Framleiðsluverðmæti saltaðra og hertra afurða um jókst um 17,5% og magn um 1,4%.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

IS