Fréttir

Nýjar áherslur í starfsemi Matís

Síðastliðið ár hefur átt sér stað kröftug stefnumótunarvinna hjá Matís. Mjög stór hluti starfsmanna fyrirtækisins hefur komið að þessari vinnu en auk þess hefur verið unnið í minni hópum og utanaðkomandi aðstoð þegin.

Nýjar áherslur hafa litið dagsins ljós án þess þó að fallið hafi verið frá fyrri verkefnum. Ákveðnar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað í kjölfarið og er Matís nú enn betur í stakk búið til að takast á við framtíðar áskoranir í matvæla- og líftækniiðnaði þar sem áhersla er lögð á aukna verðmætasköpun, aukið matvælaöryggi og lýðheilsu með öflugum stuðningi við okkar viðskiptavini.

Með nýjum áhersum viljum við ítreka að Matís er öflugt þekkingar- og vísindasamfélag sem byggir á sterkum rannsóknainnviðum og samstarfi, með það að markmiði að hámarka áhrif fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun

Nýtt skipurit Matís.

IS