Háþróaður tækjakostur, FlowCam, var nýverið keyptur frá Fluid Imaging Technologies og komið fyrir á rannsóknastofu umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar. Grunneining búnaðarins er smásjá og háskerpu myndavél, sem myndar agnir sem flæða framhjá linsunni í sérstakri flæðikúvettu. Flæðinu er stýrt með innibyggðri tölvu, sem jafnframt notar hugbúnað til að greina og flokka stafrænar myndir í samræmi við úrval skilgreindra mynda.
Tækjakaupin voru styrkt af Innviðastjóði Rannís. Búnaðurinn kemur sér vel til greininga á svifþörungum í samvinnuverkefni Hafrannsóknastofnunar og Matís, Örverur á Íslandmiðum (MIME).
Þessi frétt birtist fyrst á vef Hafrannsóknastofnunar.