Fréttir

Nýkomið út rit um rannsóknir á sjávarfangi

Nýlega kom út bókin Seafood research from fish to dish- Qality, safety and processing of wild and farmed fish, sem hefur að geyma fjölda samantekta (abstrakta) frá 35. fundi WEFTA-samtakanna sem fram fór í Antwerpen í Belgíu dagana 19.-22. september 2005. Starfsfólk Rf kemur nokkuð við sögu í þessari stóru bók.

Það er vísindaritaforlagið Wageningen Academic Publishers í Hollandi sem gefur ritið út, sem er mikið að vöxtum eða 567 bls. Bókinni er skipt í átta mislanga kafla, sem fjalla um viðfangsefni á borð við gæði eldisfisks, þekkingu og væntingar neytenda sjávarafurða, fullnýtingu sjávarafla o.fl.

Sérfræðingar Rf voru aðal- eða meðhöfundar í eftirfarandi erindum sem flutt voru á ráðstefnunni: 

  • Capelin oil for human consumption  
  • Quality seafood 
  • Evaluation of antioxidant activities in by-product hydrolysates, fractionation and concentration of active molecules using seperation technologies (ultra- and nanofiltartion technologies
  • Effect of catch location, season and quality defects on value of Icelandic cod (Gadus morhua) products  

Vísindamenn frá Rf hafa tekið virkan þátt í samstarfi WEFTA-samtakanna nánst frá upphafi. Hægt er að skoða efnisyfirlit bókarinnar á vefsíðu Wageningen Academic Publishers og jafnframt panta bókina fyrir þá sem áhuga hafa á að eignast hana.

IS