Nýverið kom út ritið „Frá fjalli að gæðamatvöru“ um meðferð sláturlamba og lambakjöts sem Óli Þór Hilmarsson hjá Matís og Eyþór Einarsson hjá Ráðgjafarmiðastöð landbúnaðarins settu saman. Myndskreytingar eru eftir Sólveigu Evu Magnúsdóttur.
Í ritinu eru teknar saman gagnlegar leiðbeiningar fyrir þá sem koma að því ferli að gera lamb að gæða matvöru. Leiðbeiningarnar eru m.a. byggðar á rannsóknum og þekkingu frá Matís, Landbúnaðarháskóla Íslands, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og forverum þeirra, sem sýna fram á mikilvægi réttrar meðhöndlunar sláturfjár, frá smölun af fjalli og allt þar til tilbúin vara er komin í kjötborð verslana eða í veitingahús. Aðstæður og meðferð fyrir og eftir slátrun hafa áhrif á gæði og eiginleika kjötsins.
Ritið má nálgast hér.