Nýr fjármálastjóri hóf störf á Matís um s.l. mánaðarmót, Sigríður Hrönn Theódórsdóttir, og tók hún við starfinu af Aðalbjörgu Halldórsdóttur. Sigríður er rekstrarhagfræðingur frá Fachhochschule Munchen, og hefur víðtæka reynslu af atvinnulífinu.
Sem fyrr segir hefur Sigríður mikla reynslu af atvinnulífinu og má þar nefna að hún starfaði hjá Nýsi hf. sem framkvæmdarstjóri Artes, Café Konditori Copenhagen og jafnframt sem rekstrarstjóri Heilsugæslunnar í Salahverfi. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Brú Venture Capital og hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
Sigríður hefur ferðast víða og dvalið langdvölum erlendis, hún bjó í Munchen í 13 ár, þar sem hún var við nám og störf, en hún starfaði þar m.a. fyrir stórfyrirtækin Allianz og Siemens Nixdorf.
Hún hefur einnig ferðast til margra framandi slóða s.s. Braselíu, Zimbabve, Botsvana, Suður-Afríku, Filippseyja, Taílands, Egyptalands svo fátt eitt sé nefnt.