Fréttir

Nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum

Búdrýgindi boða til málþings um nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum.

Dagskrá á vegum Búdrýginda í Ársal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, laugardaginn 8. mars 2014, klukkan 13 – 16.

Framsögumenn:

  • Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst | Ávinningur af nýjum námskeiðum í matvælarekstrarfræði á Bifröst.
  • Dominique Pledel Jónsson, Slow Food Reykjavík | Slow food – íslenskar sveitir og samfélag.
  • Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Fundur bænda og hönnuða og Vík-Prjónsdóttir | Gildi hönnunar við vöruþróun og markaðssetningu
  • Gunnþórunn Einarsdóttir, Matís | Nýsköpun í matvælaframleiðslu – Nú er tækifæri til að koma hugmyndum í verk!
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi | Sjálfbær fortíð og fókus til framtíðar
  • Davíð Freyr Jónsson, Arctic Seafood | Arctic Seafood og eldhússmiðja í Borgarbyggð
  • Guðrún Bjarnadóttir, meistaranemi við LBHÍ eigandi Hespu | Hespuhúsið – grasnytjar, ullarhandverk og fræðsla

Dagskrárstjóri er Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskólans í Borgarnesi.

Málþingið er opið öllum og vonast er til þess að sem flestir bændur sjái sér fært að mæta  og allir áhugamenn um afurðaframleiðslu í sveitum.  Einnig þeir sem hafa áhuga á byggðamálum almennt.
Fyrirlestrarnir verða nokkuð stuttir og skorinortir, en fyrirlesararnir segja frá möguleikunum sem þeim sýnist framtíðin bera í skauti og standa vonir til að frjóar umræður skapist í kjölfar erindanna.

ALLIR VELKOMNIR !

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.

IS