Matís stendur fyrir námskeiðum um allt land fyrir starfsmenn veitingastaða og hótel- og ferðaþjónustuaðila er meðhöndla matvæli.
Tilgangur námskeiðanna er að undirbúa starfsmenn veitingastaða fyrir komandi ferðamannavertíð með því að fara yfir helstu atriði varðandi meðhöndlun matvæla og matvælaöryggi. Á námskeiðinu er farið yfir helstu sýkla er finnast í matvælum og umhverfi matvæla og hvernig varna má viðkomu þeirra og fjölgun. Jafnframt er farið yfir kröfur varðandi innra eftirlit og hvernig setja má upp og virkja innra eftirlit á veitingastöðum og hjá hótel- og ferðaþjónustuaðilum er meðhöndla matvæli.
Nánari upplýsingar má finna hér (smelltu til þess að sjá nánar – pdf skjal).
Önnur námskeið á döfinni hjá Matís:
Almennt námskeið fyrir starfsmenn i fiskvinnslu og Innra eftirlit í fiskvinnslum.
- Almennt námskeið fyrir starfsmenn i fiskvinnslu (smelltu til þess að sjá nánar – pdf skjal).
- Innra eftirlit í fiskvinnslum (smelltu til þess að sjá nánar – pdf skjal).
Smelltur hér fyrir nánari upplýsingar um þessi námskeið og önnur sem í boði eru hjá Matís.
Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson, margeir.gissurarson@matis.is.