Fréttir

Okkar starfsemi – allra hagur!

Matís auglýsir eftir verkefnastjóra á svið fiskeldis á starfstöð fyrirtækisins á Ísafirði. Auglýsing þess efnis birtist í MorgunblaðinuFréttablaðinu og Bæjarins besta á Ísafirði.

Starfssvið: Að efla starfsemi Matís á sviði fiskeldis og þróa ný atvinnutækifæri.

Í starfinu felst m.a:

  • Þróun á eldistækni
  • Hönnun og þróun á vinnsluferlum
  • Efling verkefna hjá Matís á Vestfjörðum í tengslum við atvinnulífið

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í raunvísindum s.s. verkfræði eða tæknifræði; framhaldsmenntun er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Metnaður til að ná árangri í starfi

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla, skal senda til Matís ohf., Borgartúni 21, 105 Reykjavík, eða á netfangið atvinna()matis.is.

Umsóknarfrestur er til og með 23. desember nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í janúar 2009.

Nánari upplýsingar um verkefnin veitir Jón H. Arnarson, mannauðsstjóri, jon.h.arnason@matis.is, og í síma 422-5000.

IS