Matís notar ýmiskonar búnað og tæki til þess að vinna að rannsókna- og þróunarverkefnum, svo sem örbylgjuofn einn sem fyrirtækið hefur látið breyta allverulega fyrir vöruþróun. Búnaðurinn er notaður til þess að skoða hitun eða suðu á matvælum.
Um er að ræða afar verðmætan búnað því miklar breytingar hafi verið gerðar á örbylgjuofninum. Rannsóknafólk Matís notar hitanema, svokallaða kristalsnema sem eru tengdir við matvælin og eru inni í ofninum.

Þannig er hægt að mæla ástand matvæla. Þá hefur verið bætt við stýribúnaði til þess að örbylgjuofninn komi að sem bestum notum við rannsóknir.