Fréttir

Öryggisupplýsingar samþáttaðar við rekjanleikaupplýsingar í rauntíma

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís ohf. hóf nýlega vinnu við stórt Norrænt verkefni, e-REK (e. e-TRACE), en þar er m.a. unnið með rannsóknafyrirtækjum í Noregi og Svíþjóð.

Verkefnið er til tveggja ára og er meginmarkmið þess að skilgreina, þróa og innleiða rekjanleikakerfi þar sem upplýsingar um öryggi matvæla eru samþáttaðar við aðrar rekjanleikaupplýsingar í rauntíma. Megin tilgangur með svona kerfi er að tryggja fullkominn rekjanleika og auka um leið öryggi afurða.

Samstarfsaðilar þessa verkefnis hafa að undanförnu þróað kerfi sem á að geta tryggt rekjanleika afurða og er þetta kerfi byggt á staðli frá EPCGlobal og byggir á RFID (Radio Frequency IDentificaton) tækni.

Matís mun sjá um að þróa og aðlaga rekjanleikakerfið að dæmigerðu ferli sjávarafurða frá vinnslu til dreifiaðila, ásamt því að skilgreina þá öryggisþætti sem eru mikilvægir í svona kerfi. Verkefnastjóri Matís ohf. í þessu verkefni er Sveinn Margeirsson, sveinn.margeirsson@matis.is.

IS