Fréttir

Próteinin eftir líkamsræktina úr þorski, fiskinum sem við þekkjum svo vel?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Codland í Grindavík er tilnefnt til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014, sem Menntasproti ársins. Þess má geta að Codland á í farsælu samstarfi við fyrirtæki á borð við Þorbjörn og Vísir í Grindavík, Ísfiskur í Kópavogi, Matís og öðrum framsæknum fyrirtækjum, Grindavíkurbæ og nemendum.

Hörður G. Kristinsson sviðsstjóri hjá Matís og rannsóknastjóri fyrirtækisins er til að mynda einn þeirra sem lagt hafa til samstarfs með Þorbirni og Ísfiski í því að nota afskurð frá þorski til að búa til fæðubótarefni sem hægt væri að nota til framleiðslu á hágæða próteinum sem svo vinsælt er að nota í fæðubótarefni.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðtal við Erlu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Codland, en hennar sýn er skýr hvað sjávarútveginn varðar og tækifærin til enn frekari vinnslu á þeim gula, eins og þorskurinn er stundum kallaður. Erla tekur fram að nýsköpun í sjávarútvegi skapi ný og spennandi störf á landsbyggðinni, atvinnulífið verður fjölbreyttara og atvinnutækifærum ungs fólks fjölgi.  Myndbandið er af vef Samtaka atvinnulífsins, www.sa.is.

Matís óskar Erlu og samstarfsfólki hennar hjá Codland innilega til hamingju með tilnefninguna til Menntaverðlauna atvinnulífsins.

Codland í Grindavík er tilnefnt til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014