Föstudaginn 7. og laugardaginn 8. nóvember verður haldin ráðstefna á Höfn og á Smyrlabjörgum um atvinnulíf og nýsköpun við lendur Vatnajökuls.
Ráðstefnan hefst með ávarpi ferðamálastjóra Ólafar Ýrar Atladóttur. Á föstudagskvöldinu verður uppskeruhátíð ferðaþjónustunna haldin á Smyrlabjörgum og hefst með borðhaldi kl. 20.30.
Mörg áhugaverð erindi verða á dagskrá og eru fólk hvatt til þess að mæta. Fyrirlestur Guðmundar H. Gunnarssonar verkefnastjóra hjá Matís má nálgast hér.
Eins og sést á dagskránni (sjá hér) hefst ráðstefnan á föstudegi í Höfn en um kvöldið flyst ráðstefnan yfir á Hótel Smyrlabjörg þar sem haldin verður Uppskeruhátíð Ríki Vatnajökuls og Ferðamálafélags A-Skaftafellssýslu. Dagskrá laugardagsins mun einnig fara fram á Smyrlabjörgum.
Frítt er á ráðstefnuna en verð á uppskeruhátíðina er 4.900 kr.
Tilkynna þarf um þátttöku á ráðstefnuna og uppskeruhátíðina hjá Söndru Björgu í netfang sbs@hi.is eða í síma 470-8044 í síðasta lagi mánudaginn 3. nóvember 2008.
Mögulegt er að gista á Smyrlabjörgum en panta þarf herbergi þar, sími 478-1074.