Fréttir

Ráðstefna um uppsjávarfiska

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þann 30 ágúst síðastliðinn var haldinn ráðstefna (workshop) um uppsjávarfiska, á Gardemoen í Noregi. Yfirskrift ráðstefnunar var „Tækifæri og möguleikar í uppsjávarfisksiðnaði. Horft til framtíðar“.

SINTEF í Noregi sá um skipulag ráðstefnunar í samvinnu við Matís, Tækniháskólanum í Danmörku og Chalmers háskóla í Svíþjóð. Efni fyrirlestra fjallaði um meðhöndlun aflans um borð, framleiðslu afurða og aukaafurða, ásamt gæðum og áhrifum uppsjávarfiska á heilsu almennings. Meðal fyrirlesara frá Íslandi voru Ásbjörn Jónsson og Sigurjón Arason frá Matís ásamt Sindra Sigurðssyni gæðastjóra Síldarvinnslunnar.

Ráðstefna var þokkalega sótt og tókst með ágætum. Mikið var skeggrædd um stöðu og framtíðarhorfur í uppsjávarfisksiðnaði og þeim möguleikum sem eru fyrir hendi til aukinnar framleiðslu á afurðum til neytenda.

Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn Jónsson, asbjorn.jonsson@matis.is.

IS