Matur, öryggi og heilsa, er yfirskrift sameiginlegrar ráðstefnu á vegum Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fer á Hótel Hilton Nordica þann 16. apríl n.k. Á ráðstefnunni, sem mun standa frá 12:30 til 16:30, verður m.a. leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna rekjanleiki matvæla verður sífellt mikilvægari, hvað felst í staðbundinni matvælaframleiðslu, hverjar eru helstu hætturnar tengdar matarsjúkdómum og hvað ný matvælalöggjöf Evrópusambandsins þýðir fyrir Ísland.
DAGSKRÁ:
13:00 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna
13:15 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís. – Ávarp
13:25 Jón Gíslason, forstjóri MAST. – Ávarp
Fyrri hluti:
13:35 Alisdair Wotherspoon, Food Standards Agency (FSA), UK. Food Safety – Global trade and new challanges in Food Safety.
14:05 Franklín Georgsson, Matís. Matarsjúkdómar á Íslandi – þróun á Íslandi, helstu hættur og samanburður við aðrar þjóðir.
14:20 Jón Gíslason, MAST. Innleiðing á heildarlöggjöf EU á sviði matvæla – þýðing fyrir Ísland og matvælaöryggi.
14:35 Hlé – kynning á básum.
Seinni hluti:
15:05 Rúnar Gíslason, Kokkarnir ehf. – Stóreldhús – öryggi við matreiðslu og þjónustu í stórveislum.
15:20 Friðrik Valur Karlsson, Friðrik V. – Uppruni hráefnis á veitingastöðum.
15:35 Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Matís. – Staðbundin matvælaframleiðsla – tækifæri og ógnir.
15:50 Reynir Eiríksson, Norðlenska. – Mikilvægi rekjanleika fyrir öryggi matvæla.
16:05 Davíð Gíslason, ofnæmislæknir. – Fæðuofnæmi og fæðuóþol.
16:20 Helga Gunnlaugsdóttir, Matís. – Íslenskt umhverfi og aðskotaefni.
16:35 Samantekt og ráðstefnuslit.
16:45 Móttaka og kynning í básum:
- Bás 1 Matfugl ehf. Kynning – gæðastýring við kjúklingaframleiðslu sérstaklega er varðar öryggi framleiðslunnar. Kynning á kjúklingaréttum.
- Bás 2 MS. Kynning – innri eftirlitskerfi í mjólkuriðnaði og öryggi mjólkurvara. Kynning á framleiðsluvörum.
- Bás 3 Sölufélag garðyrkjumanna. Kynning – gæða- og öryggiskröfur sem gerðar eru til grænmetis.
- Bás 4 Matís. Hraðvirkar mælingar hjá Matís
- Bás 5 Matís. Þjónustu- og öryggismælingar Matís
- Bás 6 Matvælastofnun. Almenn kynning á starfsemi MAST