Fréttir

Rannsaka íslenska njólann

Í dag, föstudaginn 7. október, heldur Árný Ingveldur Brynjarsdóttir meistaravörn sína í auðlindafræðum. Vörnin hefst kl. 11:00 og verður í stofu M-201 á Sólborg en markmið verkefnisins var m.a. að ákvarða útdráttaraðferð og mæla lífvirkni í íslenska njólanum.

Meistaravörn í auðlindadeild

Verkefni Árnýjar ber heitið „Seasonal and In-Plant Variation in Composition and Bioactivity of Northern Dock (Rumex longifolius DC.) Extracts“. Markmið verkefnisins var að ákvarða útdráttaraðferð og mæla lífvirkni í íslenska njólanum og kanna hvort fótur væri fyrir fyrir þeim eiginleikum sem hefðbundar

íslenskar náttúrlækningar segja til um. Skoðaðar voru tvær mismunandi útdráttaraðferðir, þrír útdráttarvökvar (metanól, etanól og vatn), mismunandi plöntuhlutar (rætur, laufblöð og fræ), mismunandi vinnsluaðferðir (ferskt, frostþurrkað og loftþurrkað) og þrír mismunandi uppskerutímar (júní, júlí og ágúst) og mældir andoxandi og bólguhamlandi eiginleikar sýna.

Rumex Longifolius Njóli | Rumex Longifolius.

Meginhluti vinnunnar fór fram við Háskólann á Akureyri en mælingar voru að hluta til framkvæmdar í samstarfi við sérfræðinga Matís.  Árny lauk bakkalár (B.Sc) prófi í líftækni frá auðlindadeild Háskólans á Akureyri vorið 2013.

Leiðbeinendur verkefnisins voru Eva Kuttner verkefnastjóri hjá Matís og Rannveig Björnsdóttir dósent við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Andmælandi er Sesselja Ómarsdóttir, forstöðumaður gæðarannsókna hjá Alvotech og prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

IS