Fréttir

Rf á Raunvísindaþingi 2006

Raunvísindaþing H.Í. 2006 hefst í dag í Öskju, Náttúrufræðihúsi H.Í. í Vatnsmýrinni og stendur það yfir í tvo daga. Markmið þingsins er að kynna hinar miklu og fjölbreyttu rannsóknir í raunvísindum sem stundaðar eru við Háskóla Íslands og stofnanir hans. Á þinginu verða rannsóknir kynntar í erindum og á veggspjöldum og kynnir Rf sjö rannsóknir á veggspjöldum.

Rf hefur lengi átt gott samstarf við Háskóla Íslands, sérstaklega matvælafræðiskor H.Í. þar sem sérfræðingar Rf hafa sinnt kennslu um árabil. Af 13 veggspjöldum sem kynnt eru í flokknum Matvæla- og næringarfræði eru fimm frá Rf að þessu sinni. Eitt veggspjald er síðan í flokknum Líffræði og loks eitt í flokknum Efna- og lífefnafræði.

Eftirfarandi veggspjöld eru frá Rf:

Matvæla- og næringarfræði

  • V309: Þurrkun rækju og fiskskífa í varmadæluþurrkara / Study on heat pump dried shrimp and fish cake. – Zhang Guo-chen, Sigurjón Arason og Sveinn Víkingur Árnason.
  • V310: Stöðugleiki fiskdufts úr ufsa (Pollachius virens) / Stability of fish powder made from saithe (Pollachius virens). – Margrét Bragadóttir, Eyjólfur Reynisson, Kristín A. Þórarinsdóttir og Sigurjón Arason. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóli Íslands.
  • V311: Áhrif hitastigs og pökkunar á fituskemmdir í þorskaafurðum (afskurður og lifur) við Frystigeymslu / Effects of storage condition on lipid degradation in cut-offs and lipids from cod (Gadus Morhua). – Kristín A. Þórarinsdóttir, Margrét Bragadóttir og Sigurjón Arason. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóli Íslands.
  • V312: Low field NMR research on the state of water at superchilling and freezing temperatures and the effect of salt on the freezing process of water in cod mince. – María Guðjónsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir og Sigurjón Arason. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóli Íslands.
  • V313: Rokgjörn efni sem gæðavísar í kældum fiski: Mat á niðurbrotsefnum örvera með Rafnefi / Volatile compounds as quality indicators in chilled fish: Evaluation of microbial metabolites by an electric nose. – Guðrún Ólafsdóttir. Matvæla- og næringarfræðiskor Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

Líffræði:

  • V436: Mat á mismunandi þreifaratækni og tækjum til að auka greiningarhæfni rauntíma PCR / Evaluation of probe chemistries and platforms to improve detection limit of real-time PCR. – Eyjólfur Reynisson, M.H. Josefsen, M. Krause og J. Hoorfar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Danish Institute for Food and Veterinary Research, Kaupmannahöfn.

Efna- og lífefnafræði:

  • V206: Rannsóknir á geljunareiginleikum þorskpróteina með ljósdreifingu / Light Scattering Investigations of Cod Muscle Proteins. – Tom Brenner, Ragnar Jóhannson og Taco Nicolai. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Université du Maine.
IS