Fréttir

Rf auglýsir eftir sérfræðingi á nýju sviði

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Rf auglýsir eftir sérfræðingi á sviði áhættumats á matvælum. Hlutverk hans verður að taka þátt í rannsóknum á áhrifum fisks á heilsu (risk-benefit analysis of food). Starfið felur m.a. í sér uppbyggingu gagnagrunna og hönnun vefviðmóts.

Hlutverk sérfræðingsins verður að taka þátt í rannsóknum á áhrifum fisks á heilsu (risk-benefit analysis of food). Starfið felur í sér uppbyggingu gagnagrunna og hönnun vefviðmóts. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og stjórnað verkefnum, ásamt því að vinna í góðu samstarfi við aðra sérfræðinga innan Rf og utan.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði raunvísinda (tölvunarfræði, tölfræði, efnafræði, líffræði, eða matvælafræði)
  • Mjög góð tölvukunnátta er skilyrði
  • Þekking og reynsla af notkun tölfræði í rannsóknum er kostur
  • Skipulagshæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og metnaður í starfi.

Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um námsferil, tölvukunnáttu og fyrri störf.

Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996.

Umsóknarfrestur er til 28. maí 2006. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt afritum af prófgögnum, óskast sendar með tölvupósti (helgag@rf.is) eða til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.  Upplýsingar um starfið veitir Helga Gunnlaugsdóttir í síma 530 8600.