Fréttir

Rf óskar eftir skrifstofumanni

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann í skrifstofustarf. Um er að ræða 100% starf. Starfið felur í sér sérhæfð skrifstofustörf.

Á meðal þess sem starfið felur í sér er:

  • Umsýsla verkefna
  • Vistun gagna
  • Aðstoð við útgáfumál
  • Bréfaskriftir
  • Ljósritun
  • Afleysing í símaþjónustu
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Haldgóð menntun
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Tilbúin að takast á við krefjandi verkefni
  • Sveigjanleiki og jákvætt viðmót

Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996.

Umsóknarfrestur er til 12. mars 2006 og miðað er við að viðkomandi hefji störf þ. 1.apríl n.k.. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ásamt afritum af prófgögnum óskast sendar með tölvupósti á netfangið gulla@rf.is eða í bréfpósti til Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.  Upplýsingar um starfið veitir Guðlaug Þóra Marinósdóttir í síma 530-8600.

IS