Fréttir

Risa áfangi á sviði varnarefnamælinga

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Stór áfangi var stiginn í apríl þegar Katrín Hauksdóttir hjá Matís á Akureyri fjölgaði mælingum á sviði varnarefna úr 49 í 62 efni, en varnarefni eru notuð í framleiðslu ávaxta og grænmetis til að varna ágangi skordýra og annarra skaðvalda.

Þetta er fjórðungs fjölgun sem er áfangi sem krafðist mikillar vinnu. Á þessu ári var efnum sem mæld eru með faggiltri aðferð einnig fjölgað um 12 og nú eru 27 af þessum 62 efnum sem skimað er fyrir faggild. Efnum sem bætt var við eru:
Asefat
Bitertanól
Fenarimól
Fention
Fipronil
Fosmet
Methiocarb
Myclobutanil
Pirimicarb
Pyridaben
Pyrimethanil
Tebuconazole
Tetradifon

Stefnt er að því að sækja um faggildingu fyrir fleiri efni  eftir því sem aðstæður leyfa. Efnunum sem var bætt við faggildinguna eru eftirfarandi:
Vinklosolin
Metalaxyl
Malation
Aldrin
Isofenfos
Metadion
Buprofezin
Bromopropylate
Carbofuran
Ditalimfos
Lindan
Cyprodinil

Eftir þessa fjölgun er Ísland komin nær því að uppfylla kröfur ESB um skimun varnarefna í innlendu og innfluttu grænmeti og ávöxtum. Þetta eykur til muna öryggi almennra neytenda og fjöður í hatt Matís.

IS