Fréttir

Samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum – skýrsla Matís

Út er komin ný skýrsla hjá Matís. Skýrslan er samantekt fyrri rannsókna á loðnuhrognum.

Á undanförnum árum og áratugum hafa verðið gerðar ýmsar mælingar og rannsóknir á loðnuhrognum hér á landi hjá Matís ohf/Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hér er fyrst og fremst um að ræða rannóknir á örverum, hrognafyllingu og vatnsinnihaldi. Í skýrslunni verður fjallað um örverurannsóknir sem gerðar voru á vertíðinni 1984, örverumælingar á tímabilinu 2000-2008 og mælingar á vatnsinnihaldi og hrognafyllingu 1984-2008.

Upplýsingarnar sem þarna má finna eru spennandi og vel viðeigandi þessa dagana enda mönnum tíðrætt um mikilvægi loðnunnar fyrir hagkerfi landsins.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson, margeir.gissurarson@matis.is.

IS