Indra Nooyi, forstjóri og stjórnarformaður PepsiCo. heimsótti Ísland í síðustu viku. Nokkrir starfsmenn Matís settust niður með Indru og hennar nánasta samstarfsfólki og ræddu núverandi samstarf PepsiCo. og Matís og framtíðarmöguleikana sem liggja í nánara samstarfi.
PepsiCo. og Matís hafa átt í farsælu samstarfi í um tveggja ára skeið. Samstarfið byggir á þjónustu og hugviti sem Matís getur veitt PepsiCo., en fyrirtækið er það annað stærsta í heimi á sviði matvælaframleiðslu.
Að sögn Harðar G. Kristinssonar, rannsóknastjóra Matís, hefur samstarfið orðið umfangsmeira sl. mánuði, en lykilstarfsmenn PepsiCo. heimsóttu Matís tvívegis með stuttu millibili í júní og júlí sl. Í kjölfarið var blásið til fundar með Indra Nooyi og samstarfsfólki hennar í sl. viku.
Matís er stoltur samstarfsaðili PepsiCo., enda fyrirtækið rekið með samfélagsábyrgð að leiðarljósi þar sem tekið er tillit til eigenda fyrirtækisins, starfsmanna og umhverfis.
Frá fundi PepsiCo. og Matís |
---|