Þann 14. maí undirritaði Matvælastofnun (MAST) þjónustusamning við Matís um öryggismælingar á sviði varnarefna.
Varnarefni eru notuð við ræktun og geymslu matvæla svo sem ávaxta, grænmetis og kornvöru til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra.
Óheimilt er að framleiða eða dreifa matvælum sem innihalda varnarefni umfram leyfileg hámarksgildi skv. reglugerð um varnarefnaleifar sem m.a. er byggð á tilskipunum ESB og liggur ábyrgðin hjá framleiðendum, dreifendum og seljendum. Matís mun senda MAST niðurstöður mælinganna mánaðarlega.
Nánari upplýsingar veita Jón Gíslason, forstjóri MAST og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.