Fréttir

Sjálfbær framleiðsla hjá Matís

Á svölum höfuðstöðva Matís fer fram áhugaverð framleiðsla. Þar eru gróðurkassar sem í er ræktað er ýmislegt girnilegt. Nú síðast var uppskera á spínati og graslaukurinn verður nýttur von bráðar.

Starfsmenn sem voru í hádegismat daginn sem uppskeran var matreidd fengu því í kroppinn ferskasta grænmeti sem um ræðir enda spínatið með endemum bragðmikið og stútfullt af vítamínum og steinefnum.

Hér má sjá nokkrar myndir úr kössunum og úr mötuneytinu og er óhætt að segja að þær tali sínu máli.

Svalir - Ræktunarkassar
Svalir - Uppskera
IS