Fréttir

Sjávarútvegssýningin 2008: mikill áhugi á sýningarbás Matís

Sjávarútvegssýningin 2008 fór fram í Fífunni í Kópavogi 2.-4. október sl. Mjög mikil ásókn var að sýningunni og virðist sem hver sýning sé stærri en sú sem á undan kom. Matís tók þátt nú eins og síðast og var mikil umferð í bás fyrirtækisins. Hápunktarnir voru þegar Ísfélag Vestmannaeyja bauð upp á lifandi kúffisk 3. og 4. október og þegar Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti sýningarsvæði Matís.

Mikil örtröð skapaðist þegar boði var upp á kúffiskinn og féll bragð fisksins vel í geð þeirra sem prófuðu enda mikið lostæti þarna á ferð. Svo mikil var ásóknin að sýnendur buðu mun lengur upp á veigarnar en til stóð í upphafi.

Á myndinni má sjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sjöfn Sigurgísladóttur, forstjóra Matís, ásamt Siggeiri Stefánssyni, framleiðslustjóra hjá Ísfélaginu, gæða sér á kúfskelinni.

IS