Fréttir

Skeiðgenið nú greint á Íslandi

Matís, sem sér um foreldragreiningar hesta, hefur nú hafið DNA greiningar á geninu DMRT3, hinu svokallaða skeiðgeni. Mikil umræða skapaðist meðal hestamanna í lok ársins 2012 þegar fréttir bárust af því að búið væri að finna gen í hrossum sem stjórnaði skeiðgangi þeirra.

Rannsakendurnir, Lisa Andersson hjá Capilet Genetics AB, ofl  sem uppgötvuðu þetta gen telja að þetta sé afar merkilegur fundur sem getur bætt kynbótastarf íslenska hestsins.

Hestar geta haft eina af þremur arfgerðum. Ein arfgerðin er þegar hestar eru arfhreinir fyrir þessu geni (AA) og búa slíkir hestar yfir skeiði. Séu tvö arfhrein hross með góðu skeiði pöruð saman þá gefa þau af sér arfhreint alhliðahross (AA). Aðrir erfðaþættir og umhverfisáhrif geta hins vegar haft áhrif á hversu gott það afkvæmi verður sem alhliða hross. Önnur arfgerðin gefur af sér arfblendna (CA) hesta og eru slíkir hestar yfirleitt  fjórgangshross en séu þeir paraðir við arfhreinan eða arfblendin einstakling geta þeir gefið af sér alhliða afkvæmi í 50% eða 25% tilfella. Þriðja arfgerðin er arfhrein án skeiðgensins (CC) og hestar með þessa arfgerð eru í flestum tilfellum gangtreg hross. Séu slík hross pöruð saman við arfhreinan einstakling með skeiði eða arfblendin einstakling munu afkvæmi annaðhvort verða klárhestar með tölti eða hreinir klárhestar.

Með því að DNA greina hross fyrir þessu geni geta ræktendur valið undaneldisgripina með tilliti til þess hvort þeir séu alhliða hestar (arfhreinir), klárhestar með tölti (arfblendnir) eða hreinir klárhestar.

Frekari upplýsingar um DNA greiningar fyrir skeiðgenið er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á alexandram@matis.is

IS