Fréttir

Skúli ST-75 bátur maí mánaðar í fegurðarsamkeppni

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fyrsta viðurkenningin fyrir góða aflameðferð er komin í réttar hendur. Áhöfnin á Skúla ST-75 sendi okkur fínar myndir af því hvernig þeir meðhöndla fisk.

Fallegur fiskur – vel gert feðgar!

Er feðgarnir Haraldur Vignir Ingólfsson og Ingólfur Árni Haraldsson á Skúla ST-75 frá Drangsnesi komu til hafnar í gær beið þeirra vösk sveit með Má Ólafsson stjórnarmann í Landssambandi smábátaeigenda (LS) og Smábátafélaginu Ströndum í broddi fylkingar.  Tilefnið var að afhenda þeim fegðum verðlaun fyrir besta myndefni maí mánaðar í „Fallegur fiskur“ átaki LS og Matís. Hlutu þeir að launum forláta GoPro myndavél, ásamt viðurkenningarskjali.

Ingólfur Árni og Haraldur Vignir taka við verðlaunum úr hendi Más Ólafssonar.Skuli_ST-75_7_web

Átakið „Fallegur fiskur“ er ætlað að stuðla að aukinni vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skipti að stunda vönduð vinnubrögð. Með því að virkja sjómenn í að deila myndum og sögum þar sem vel er að verki staðið vonast LS og Matís til að geta gert þeim sem best standa sig hátt undir höfði og um leið hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Með þessari viðurkenningu vilja LS og Matís auka vitund um mikilvægi góðrar aflameðferðar og hversu miklu máli það skiptir að stunda vönduð vinnubrögð.

Sjómenn eru hvattir til að senda inn myndir og sögur á Facebook, Instagram eða Twitter síðum átaksins og komast þannig í „pottinn“ fyrir næstu verðlaunaafhendingu.

Ágætu sjómenn: endilega sendið inn myndir sem sýna fyrirmyndar vinnubrögð því verðlaunin fyrir bestu myndirnar af eru ekki af verri endanum.

Frekari leiðbeiningar um þátttöku má nálgast á http://www.matis.is/fallegurfiskur

Skuli_ST-75_4_web