Á fimmtudaginn næstkomandi mun Auður Filippusdóttir flytja MS fyrirlestur sinn í matvælafræði. Verkefni hennar snýst um að hefja smáframleiðslu á rjómaís úr hrámjólk frá sveitabænum Skútustöðum í Mývatnssveit.
Markmið verkefnisins var að auka þekkingu um ísframleiðslu með því að lesa aðgengilegar upplýsingar, heimsækja ísbúðir víða um Ísland ásamt því að taka þátt í fræðilegu og verklegu námskeiði í ísgerð við Háskólann í Reading, Englandi.
- Að útbúa gæðahandbók og viðskiptaáætlun fyrir „beint frá býli“ ísgerð.
- Að skipuleggja og sækja um leyfi fyrir ísgerð á Skútustöðum
- Að hefja þróun á einstökum ís með skyri.
Skimunartilraun var gerð á skyrís en niðurstöður sýndu að áhugaverðast væri að besta magn skyrsins í ísnum, ásamt því að nota mögulega skyrduft í staðinn fyrir hrært skyr. Höfundur komst einnig að því að annað bindi- og ýruefnin væri líklega hentugra. Tækjabúnaður spilar þó stórt hlutverk þegar kemur að ísgerð og mun höfundur því þróa uppskriftina áfram þegar hún verður komin með almennilega ísvél og aðstöðu.Leiðbeinendur verkefnisins eru Guðjón Þorkelsson og Þórarinn Egill Sveinsson. Prófdómari er Dr. Kolbrún Sveinsdóttir. Fyrirlesturinn fer fram í sal 311 í Esju í Matís, Vínlandsleið 14, Reykjavík og hefst klukkan 15:00.