Fréttir

SNP-erfðamarkasett sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa

Tengiliður

Davíð Gíslason

Verkefnastjóri

davidg@matis.is

Nú er u.þ.b. að fara í gang verulega áhugavert verkefni innan Matís. Verkefnið snýr að þróun SNP-erfðamarkasetts sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa með meira öryggi en nú þekkist á Íslandi. Vonast er til að erfðamarkasettið mun nýtast til greiningar á erfðablöndun umfram fyrstu kynslóð blendinga.

Erfðamarkasettið mun einnig gegna lykilhlutverki í áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna vöktunar á erfðablöndun og greiningu á langtímaáhrifum erfðablöndunar á íslenska laxastofna.

Verkefnið er samstarf Matís, Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna og NINA (Norsk Institutt for Naturforskning) og er það styrkt af Umhverfissjóði sjókvíaeldis.

Nánari upplýsingar þegar lengra líður á verkefnið.

IS