Fréttir

Spennandi dagskrá á North Atlantic Seafood Forum

Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Reyndar féll viðburðurinn niður árið 2020 sökum Covid, og á síðasta ári var NASF keyrt sem netviðburður.

Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 21. –  23. Júní og verður um svokallaðan „hybrid“ viðburð að ræða, þar sem búist er við að  um 800 manns mæti í persónu til Bergen og að allt að 1.500 manns taki þátt í gegnum netið. Dagskráin er sérlega spennandi að þessu sinni þar sem alls verða fluttir yfir 160 fyrirlestrar í 27 málstofum.

Láttu ekki þennan viðburð fram hjá þér fara!

Frá 2005 hafa stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst árlega til Bergen til að sitja ráðstefnu NASF. Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu hefur jafnan verið stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv. Þrátt fyrir að kostnaður við þátttöku hafi verið umtalsverður hafa á milli 800 og 1.000 manns sótt viðburðinn ár hvert, sem sýnir hversu mikilvæg þessi ráðstefna er fyrir markhópinn. Á síðasta ári var NASF fært yfir á netið, sökum COVID, og þótti það takast mjög vel. Því verður NASF þetta árið haldið sem „hybrid“ viðburður. Dagskráin þetta árið er sérlega spennandi og hefur verið birt á https://nor-seafood.com/

Ef stiklað er á stóru yfir dagskrána, þá vekja eftirfarandi málstofur sérstaka athygli:

  • Global aquaculture summit
  • The post covid consumer by McKinsey
  • Aquaculture feed summit
  • Aquaculture & salmon market and production
  • Global whitefish summit
  • Global seafood transport summit
  • International shrimp summit
  • Land based fish farming
  • Pelagic industry summit

Eins og oft áður skipa Íslensk fyrirtæki og einstaklingar stóran sess í dagskránni. Þar er fyrst að nefna að Marel og Benchmark Genetics/Stofnfiskur eru meðal helstu styrktaraðila ráðstefnunnar. Þá verða eftirtaldir Íslendingar eða aðilar tengdir Íslandi á mælendaskrá:

  • Mikael Tal Grétarsson – Iclandair Cargo
  • Björn Hembre – Icelandic Salmon/Arnarlax
  • Guðmundur Gíslason – Ice Fish Farm / Fiskeldi Austfjarða
  • Kjartan Ólafsson – Icelandic Salmon/Arnarlax

Þátttaka á NASF síðustu ára hefur ekki verið á allra færi þar sem skráningargjaldið eitt og sér hefur verið nálægt 200 þús. kr. auk þess sem ferðir og uppihald í Bergen kostar sitt. Engu að síður hafa færri komist að en vilja, þar sem hér er um einstakt tækifæri til að hitta á einum stað alla helstu stjórnendur í sjávarútvegi og fiskeldi.

Nú verður öll dagskráin hins vegar einnig aðgengileg á netinu, þar sem meðal annars verður mögulegt að skipulega netfundi með öðrum þátttakendum. Ráðstefnugjaldið fyrir þá sem vilja taka þátt í persónu í Bergen er 1.490 EUR og fyrir þá sem láta netþátttöku duga er gjaldið 490 EUR. Skráning fer fram á https://nor-seafood.com/registration/ en einnig er hægt að hafa samband við Jónas R. Viðarsson hjá Matís til að semja um afslátt ef fyrirtæki vilja skrá marga þátttakendur. Þá er einnig hægt að hafa samband við Jónas til að fá frekari upplýsingar um NASF22.

Enn er möguleiki á að gerast styrktaraðilar NASF22, auk þess sem að enn er tækifæri fyrir nýsköpunar- og tæknifyrirtæki að komast að á „New horizon & technology“ hluta ráðstefnunnar. Frekari upplýsingar um styrktaraðild og NH&T má finna hér.

IS