Fréttir

Spennandi hlutir að gerast í Verinu á Sauðárkróki

Í tilefni þess að Verið hefur stækkað verður opið hús miðvikudaginn 16. maí kl. 13:30-16:00 til að kynna starfsemi í Verinu. Einnig verða niðurstöður styrkveitinga AVS sjóðsins þetta árið kynntar.

Dagskrá

13.30 Húsið opnað og gestir geta skoðað sig um
14.00 Ávörp
Gísli Svan Einarsson framkvæmdastjóri VERSINS Vísindagarða setur samkomuna
Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK Seafood
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Lárus Ægir Guðmundsson formaður AVS skýrir úthlutun sjóðsins
Skúli Skúlason rektor Hólaskóla – Háskólans á Hólum
Sveinn Margeirsson forstjóri Matís

Boðið verður í kaffi.

VERIÐ er að Háeyri 1.
Gengið inn að austan

Um starfsemi Matís í Verinu

Líftæknismiðja Matís ohf. er staðsett á Sauðárkróki. Starfsemi Matís í Líftæknismiðjunni er margþætt. Í fyrsta lagi hefur Matís komið upp sérhæfðri rannsóknastofu á sviði líftækni og lífefna.  Í öðru lagi starfrækir Matís tilraunaverksmiðju í vinnslusal Líftæknismiðjunnar, þar sem fyrirtækið Iceprotein ehf. hefur byggt upp starfsemi sína. Að lokum vinnur starfsfólk Matís í Líftæknismiðjunni með fyrirtækjum í Skagafirði og NV-landi að ýmsum umbóta-og hagræðingarverkefnum.

Með Líftæknismiðjunni hefur skapast rannsóknaraðstaða með tilheyrandi vinnsluaðstöðu þar sem vísindamenn og frumkvöðlar í líftækni geta þróað vörur sínar og vinnsluferla í samvinnu við Matís. Á rannsóknastofu Líftæknismiðjunnar er unnið að mælingu á lífvirkum eiginleikum lífefna úr íslenskri náttúru. Líftæknismiðjan er opin öllum landsmönnum og þar geta einstaklingar og fyrirtæki fengið aðstöðu til skemmri tíma til framleiðslu afurða. Smiðjan verður nokkurs konar klakstöð nýrra sprotafyrirtækja í líftækni og mikilvæg í styttingu ferlis frá hugmynd til markaðar. Með vali á staðsetningu Líftæknismiðjunnar er litið til nærumhverfisins sem matarkistan Skagafjörður er.

Markviss uppbygging á rannsóknaaðstöðu á sér stað í Líftæknismiðju Matís, sem nú þegar er þátttakandi í víðtæku fjölþjóðlegu samstarfi. Líftæknismiðjunni er ætlað að leggja af mörkum sérhæfða rannsóknaraðstöðu, þróunaraðstöðu með vinnsluleyfi og sérfræðiþekkingu í samstarfsverkefnum framtíðarinnar. Í vinnslusal Líftæknismiðjunnar er m.a. aðstaða til að einangra protein og þurrka. Líftæknismiðjunni er ætlað að vinna í nánu samstarfi við matvælafyrirtækjum á landinu.

Stöðvarstjóri Matís á Sauðárkróki er Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Vinnslu, virðisauka og eldi.

IS