Fréttir

Starf sérfræðings í samskiptum og miðlun

Hefur þú gaman af fjölbreyttum áskorunum sem tengjast kynningarmálum, miðlun og samskiptum?

Til þess að auka áhrif af starfi Matís leitum við að fjölhæfri miðlunarmanneskju sem getur miðlað flóknum upplýsingum á einfaldan hátt með þeim miðlum sem eru best til þess fallnir. Hvort sem það er frétt á heimasíðu, innlegg á samfélagsmiðla, myndbönd, viðburðir eða eitthvað allt annað.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af gerð efnis á mismunandi miðlum
  • Menntun sem nýtist í starfi kostur
  • Góð hæfni í textagerð á íslensku og ensku
  • Reynsla af notkun WordPress vefumsjónarkerfis kostur
  • Samskiptahæfni og áhugi á fólki
  • Sjálfstæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur

Um Matís: Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu.

Starfið er tímabundið í eitt ár. Starfshlutfall er 100% og er starfið staðsett á Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf. Einnig þarf að fylgja nafn og símanúmer eða tölvupóstfang hjá meðmælanda sem getur staðfest hæfni umsækjanda. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2022.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þormóður Dagsson, thormodur@matis.is 

IS