Fréttir

Starfsmaður Matís í mikilvægu starfi hjá SAFE Consortium

Dr. Hrönn Jörundsdóttir hefur verið skipuð stjórnsýsluritari af framkvæmdastjórn SAFE Consortium, evrópskum samtökum um matvælaöryggi.

Hrönn er doktor í efnafræði og verkefnastjóri hjá Matís og hlaut doktorsgráðu sína frá Stokkhólmsháskóla. Hún er sérfræðingur í umhverfisefnafræði, matvælaöryggi og áhættumati og hefur stjórnað þó nokkrum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum á þessu sviði.

Hrönn mun aðstoða við rekstur og stjórnun samtakanna, þar á meðal umsjón á birtingum, samskiptum við félaga í samtökunum og kynningum á SAFE fyrir hagsmunaaðila. Hrönn hefur mikla reynslu af málefnum tengdum matvælaöryggi, umhverfisgæðum, samskiptum við fjölmiðla og kynningum og verður því öflug viðbót vil stjórnunarteymi SAFE.

Heimasíða SAFE Consortium: www.safeconsortium.org/

IS