Mánudaginn 26. nóvember n.k. fer fram doktorsvörn við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Þá ver J. Sophie R.E. Jensen lyfjafræðingur doktorsritgerð sína: „Lífvirk náttúruefni úr íslenskum soppmosum – frumdýra- og krabbameinsfrumuhemjandi virkni“ (enska: „Bioactive compounds from Icelandic liverworts – anti-protozoal and cytotoxic activity“).
Mánudaginn 26. nóvember n.k. fer fram doktorsvörn við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Þá ver J. Sophie R.E. Jensen lyfjafræðingur doktorsritgerð sína: „Lífvirk náttúruefni úr íslenskum soppmosum – frumdýra- og krabbameinsfrumuhemjandi virkni“ (enska: „Bioactive compounds from Icelandic liverworts – anti-protozoal and cytotoxic activity“).
Andmælendur eru Dr. Lars Bohlin, prófessor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð og Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri og deildarstjóri líftækni- og lífefnadeildar Matís.
Leiðbeinandi í verkefninu var Dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor og meðleiðbeinandi Dr. Sesselja Ómarsdóttir, dósent við Lyfjafræðideild HÍ.
Dr. Már Másson, forseti Lyfjafræðideildar HÍ, stjórnar athöfninni sem fer fram í hátíðasal, Aðalbyggingu og hefst klukkan 14.
Soppmosar er hópur frumstæðra mosa, sem framleiða óvenjuleg lífvirk efnasambönd. Þessar plöntur hafa verið notaðar í austurlenskum alþýðulækningum um aldir, aðallega sem þvagræsandi, við krabbameini, bakteríu- og sveppasýkingum.
Markmið rannsóknarinnar var að einangra og ákvarða sameindabygginar efnasambanda úr íslensku soppmosunum Marchantia polymorpha og Chiloscyphus pallescens, með áherslu á lífvirkni gegn krabbameinsfrumum og frumdýrum. Lífvirknileidd einangrun krabbameinsfrumuhemjandi efna, leiddi til bis-bíbensýl efnasambandsins marchantin A. Það hindraði frumufjölgun hjá nokkrum tegundum brjóstafruma, auk þess að sýna samverkandi, frumudrepandi áhrif á krabbameinsfrumur þegar það var gefið með Aurora-A kínasa hindranum MLN8237. Einnig var sýnt fram á hindrandi áhrif marchantin A á nokkur sjúkdómsframkallandi frumdýr, þ.m.t. Plasmodium falciparum sem veldur malaríu. Auk þess sýndi marchantin A hindrun á ensímið PfFAbZ í lifrarformi frumdýrsins sem gæti bent til sjúkdómsfyrirbyggjandi notkunarmöguleika.
Samantekið þá hafa niðurstöður verkefnisins aukið þekkingu á efnafræði þessara tveggja soppmosategunda og sýnt fram á áður óþekkta lífvirkni á sjúkdómsframkallandi frumur í rækt, sem gætu haft lyfjafræðilegt gildi.
Sophie vann um nokkra mánaða skeið að verkefni sínu hjá samstarfsaðilum í Kaupmannahöfn. Virknipróf á frumdýrum fóru fram hjá samstarfsaðilum, Dr. Morten A. Nielsen við Kaupmannahafnarháskóla og Dr. Deniz Tasdemir við Lyfjafræðideild Lundúnarháskóla. Auk þess var verkefnið að hluta unnið á Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum við Læknadeild HÍ hjá Dr. Helgu M. Ögmundsdóttur sem jafnframt sat í doktorsnefnd Sophie. Auk hennar og leiðbeinenda voru í nefndinni Dr. Jerzy W. Jaroszewski prófessor við Kaupmannahafnarháskóla (hann lést 18. október 2011) og Dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild HÍ.
English abstract
Liverworts are a group of primitive mosses that produce unique compounds of potential interest for pharmacological research. They have been applied in oriental folk medicine as diuretics, anti-tumour, anti-bacterial and anti-fungal agents. The general aim of the project was to isolate and characterise bioactive compounds from the Icelandic liverworts Marchantia polymorpha and Chiloscyphus pallescens, with focus on cytotoxic and anti-protozoal bioactivity. Bio-guided isolation led to the bis-bibenzyl compound marchantin A, which proved cytotoxic to several types of breast cancer cells. Further studies on cancer cells showed that marchantin A and the Aurora-A kinase inhibitor MLN8237 act synergistically. Furthermore, marchantin A was shown to be parasitocidal against several types of pathogenic protozoa, including the malaria parasite Plasmodium falciparum, as well as showing malaria prophylactic potential by inhibiting the PfFAbZ enzyme of the liver stage of the infection.
The results have contributed significantly to the knowledge of distribution of liverworts compounds in the two Icelandic liverwort species and furthermore demonstrated previously unknown biological effects of therapeutic interest.
Um Sophie
J. Sophie R.E. Jensen (f. 1979) lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Lyfjafræðideild HÍ 2006 og tók 1 misseri í skiptinámi við Kaupmannahafnarháskóla 2004. Á árunum 2006-7 tók Sophie 3 mánuði í starfsnám á rannsóknastofu hjá Novartis í Boston í Bandaríkjunum, ferðaðist í 3 mánuði um Asíu og Eyjaálfu og vann í hlutastarfi hjá Lyfju og hjá Íshestum. Sophie hóf doktorsnám 2008.
Foreldrar Sophie eru Elsa Jensen og Peter Ydregård. Eiginmaður Sophie er Sigurður Arnar Friðriksson og dóttir þeirra er Sól Lilja.