Fréttir

Starfsmenn Matís láta ekki sitt eftir liggja í Reykjavíkurmaraþoni – Matís heitir á sína starfsmenn og styður þannig við verðug málefni

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Nokkrir starfsmanna Matís munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer á morgun. Hjá Matís er öflugur hópur hlaupara og er Björn Margeirsson þar fremstur meðal jafningja. Björn stefnir á að bæta besta tíma íslendings í heilu maraþoni í þessari braut.

Matís lætur á hverju ári ákveðna fjármuni renna til góðgerðamála og var ákveðið að nýta Reykjavíkurmaraþonið í ár til þess. Auk þess er það skýrt í starfsmannastefnu Matís að ýta undir heilsueflingu hjá starfsmönnum og því er alveg tilvalið að sameina þetta tvennt að þessu sinni í þessum árlega viðburði. Matís heitir því á hvern þann starfsmann sem hleypur fyrir góðgerðarfélag (sjá nánar á www.hlaupastyrkur.is).

Starfsmenn Matís sem taka munu þátt í hlaupinu á morgun eru þessir:

  • Björn Margeirsson hleypur 42,2 km og áætlar tæpar 2:30 klst. í það
  • Sveinn Margeirsson hleypur 21,1 km og áætlar tæpar 80 mín í það
  • Helga Gunnlaugsdóttir hleypur 21,1 km og ætlar að bæta sinn besta tíma
  • Steinar B. Aðalbjörnsson hleypur 10 km og áætlar tæpar 37 mín í það
  • Kolbrún Sveinsdóttir hleypur 10 km og ætlar sér að bæta sinn besta tíma
  • Sigríður Sigurðardóttir hleypur 10 km og ætlar sér að bæta sinn besta tíma
  • Hörður G. Kristinsson hleypur 3 km og ætlar sér að bæta sinn besta tíma

Matís óskar hlaupurunum góðs gengis og hvetur alla til að fara á síðuna www.hlaupastyrkur.is og láta gott af sér leiða.

IS