Fréttir

Starfsmenn Matís vinna verkefni á Sri Lanka

Starfsmenn Matís hafa lokið við gerð skýrslu um vatn og ís í fiskvinnslu á Sri Lanka. Þeir hafa haft umsjón með rannsóknum á þessu sviði undanfarin eitt og hálft ár og önnuðust lokaniðurstöður skýrslurnnar.

Um er að ræða samvinnuverkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sjávarútvegsráðuneytis Sri Lanka og NARA, sjávarútvegsstofnunar Sri Lanka. Starfsmenn Matís voru fengnir til að vinna að þessu verkefni frá árinu 2006 og túlka gögn í lokaniðurstöður skýrslunnar. Viggó Marteinsson og Hrólfur Sigurðsson, starfsmenn á örverudeild Matís, kynntu niðurstöðurnar á fundi í sjávarútvegsráðuneyti Sri Lanka í síðustu viku.

Jafnhliða því voru tveimur starfsmönnum NARA afhent viðurkenningarskjöl fyrir tveggja vikna námskeið sem þær sóttu hjá Matís á Íslandi í nóvember.


Á myndinni eru Viggó Marteinsson, Tharangika Suvinie Dahanayake, Kumudini Sriyalatha Hettiarachchi og Hrólfur Sigurðsson.

IS