Fréttir

Stjórnendur Whole Foods Market í heimsókn hjá Matís

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Frá því snemma í morgun hafa nokkrir af lykil stjórnendum Whole Foods Market verslunarkeðjunnar verið í heimsókn hjá Matís og kynnt sér í þaula starfssemi fyrirtækisins.

Whole Foods Market (www.wholefoodsmarket.com/) er stór bandarísk verslunarkeðja sem hóf starfsemi í Texasríki árið 1980. Verslunarkeðjan er með starfsemi í yfir 270 búðum í Bandaríkjunum og á Englandi og er hún hvað þekktust fyrir sölu á matvælum sem eins lítið hefur verið átt við í framleiðslu og mögulegt er. Til dæmis er úrval verslunarkeðjunnar á lífrænt ræktuðum matvælum með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Einnig hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að vita hvaðan matvæli koma og haft sérstakan áhuga á upprunamerkingum og rekjanleika matvæla. Heimsókn Whole Foods Market til Matís var m.a. einmitt í þeim tilgangi að kynnast betur rekjanleika og upprunamerkingum á matvælum en Matís hefur skipað sér í fremstu röð í rannsóknum í þessum málaflokki.

Einnig höfðu gestirnir mikinn áhuga á gagnabanka Matís um aðskotaefni í íslensku sjávarfangi (sjá hér) og hversu hreint sjávarfangið okkar er.

Meðfylgjandi eru tvær myndir frá heimsókninni; hér og hér.

Einnig má finna hér skemmtilegt myndband frá Whole Foods Market um íslenskan fjárbúskap.

IS