Fréttir

SustainCycle – lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

Nú er nýhafið verkefni hjá Matís í samstarfi við Sæbýli með styrk frá Tækniþróunarsjóði þar sem unnið verður að því að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. Heimsmarkaðurinn hefur vaxið gríðarlega síðastliðin 10 ár og allt bendir til að vöxtur verði áfram. 

Sæbýli hefur nú byggt upp aðstöðu í Eyrabakka fyrir áframeldi og Þorlákshöfn fyrir undaneldi og frjóvganir. Framleiðsla inn á markað er nú á fyrstu stigum en eldisstöðin hefur framleiðslugetu upp á 70 tonn/ári inn á heimsmarkað sem telur amk. 150 þúsund tonn. Langtímamarkmið Sæbýlis er að byggja upp eldisiðnað á Íslandi með framleiðslu á yfir 1000 tonnum/ári með því að byggja upp staðlaðar framleiðslu einingar víðar á Íslandi. Til þess að svo verði þarf að leysa ákveðnar tæknilegar hindranir fyrir uppskölun og út frá því hanna „state-of-the-art“ staðlað framleiðsluhús.

Ennfremur verður gögnum aflað í þessu verkefni til þess að sýna fram á hollustu og heilnæmi afurðanna ásamt gögnum um umhverfisáhrif framleiðslunnar. Komið verður á samskiptum við íslenska neytendur, veitingastaði og hagsmunaaðila ásamt markaðsaðgerðum erlendis.

IS