Fréttir

Sýndarveruleiki í Varmahlíð

Matís tók þátt í rástefnunni Digi2Market á dögunum sem Samtök sveitarfélaga á Norðurlands vestra (SSNV) héldu í Varmahlíð. Holly T. Kristinsson kynnti Matís og verkefnið FutureKitchen sem styrkt er af EIT Food og snýst að nota sýndarveruleika til að tengja almenning betur við matinn sem við borðum og nýjustu tækni og vísindi tengt matvælum

Eftir erindið fengu þátttakendur að stíga inn í heim ylræktar á Íslandi þar sem sýnt er hvernig tómatar og annað grænmeti er ræktað innanhúss um hávetur. Einnig fengu gestir að stíga inn í íslenska hátæknifiskvinnslu og fylgjast með fullvinnslu afurða sem endaði inn í matvælaprentara. Myndböndin má finna hér og hægt er að horfa á þau á venjulegum skjá, eða í sýndarveruleikagleraugum.

Þrívíddarprentað sjávarfang

Íslenskir tómatar – þrívíddarmyndband

Markmið Digi2Market verkefnisins sem SSNV stýrir er m.a. að nýta nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki staðsett fjarri markaði og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika til sölu og markaðssetningar. Samstarf mun verða á milli SSNV og Matís þar sem þekking Matís á hvernig hægt er að nota sýndarveruleika til að ná til og fræða almenning verður nýtt.

IS