Stjórn Tækniþróunarsjóðs ákvað á fundi sínum, þriðjudaginn 25. nóvember 2008, við hverja skyldi gengið til samninga um stuðning úr sjóðnum.
Skemmst er frá því að segja að Matís á í samstarfi við 4 af þeim 18 einstaklingum/fyrirtækjum sem Tækniþróunarsjóður ætlar að ganga til samninga við.
Þau eru:
Heiti verkefnis | Verkefnisstjóri hjá Matís | Samstarfsfyrirtæki/-stofnun |
---|---|---|
Lengi býr að fyrstu gerð | Rannveig Björnsdóttir | Akvaplan-niva á Íslandi |
Hermun kæliferla | Björn Margeirsson | Promens Tempra ehf. |
Litun bleikjuholds | Jón Árnason | Fóðurverksmiðjan Laxá hf. |
Sókn á ný mið | Róbert Hafsteinsson | 3X Technology ehf. |
Heildarlista þeirra sem Tækniþróunarsjóður ákvað að ganga til samninga við má finna hér.
Matís óskar ofangreindum fyrirtækjum til hamingju með áfangann.
Upplýsingar um fjölbreytta útgáfu Matís, þ.m.t. skýrslur, veggspjöld, vísindagreinar ofl. má finna hér.