Fréttir

TAFT ráðstefna í Kaupmannahöfn – Matís í vísindanefnd

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dagana 15.-18. september n.k. verður haldin í Kaupmannahöfn ráðstefnan TAFT 2009 (Trans Atlantic Fisheries Technology Conference) þar sem margir af fremstu vísindamönnum Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada á sviði rannsókna á sjávarfangi og nýtingu þess munu koma saman og bera saman bækur sínar.

Um er að ræða þriðju sameiginlegu ráðstefnu þessara aðila.

Að ráðstefnunni standa WEFTA (West European Fish Technologists Association), sem eru samtök vísindamanna á sviði fiskiðnaðarrannsókna í V-Evrópu og AFTC (Atlantic Fisheries Technologists Conference), sem eru sambærileg samtök vísindamanna á austurströnd N-Ameríku og Kanada.

Anna Kristín Daníelsdóttiranna.k.danielsdottir@matis.is, sviðstjóri Öryggis og umhverfis hjá Matís situr í vísindanefnd ráðstefnunnar og veitir hún nánari upplýsingar um ráðstefnuna.