Verkefnið NextGenProteins, sem unnið er að hjá Matís, hefur efnt til myndasamkeppni fyrir nemendur á aldrinum 8-10 ára (3-4. bekkur grunnskóla). Viðfangsefni keppninnar er matur framtíðarinnar, en krakkarnir eru hvattir til þess að láta hugan reika og setja niður á blað hvernig þeir sjá fyrir sér mat framtíðarinnar. Það má senda teikningu, málverk eða aðra myndræna útfærslu. Hámarksstærð mynda er A3 og skulu þær berast til Matís í bréfpósti.
Helstu upplýsingar:
- Opnar: 1. maí 2023
- Hverjir mega taka þátt? Krakkar á aldrinum 8-10 ára
- Lokar: 1. júní 2023
Til mikils að vinna!
Verðlaun:
- Nintendo Switch Light
- 15.000 króna gjafabréf í Smáralind
- 10.000 króna gjafabréf í Spilavini
Með því að taka þátt í keppninni, er veitt samþykki fyrir birtingu myndanna á miðlum verkefnisins. Þegar myndum er skilað, skal nafn þátttakanda og nafn myndar fylgja.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Hulda Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Matís í netfang: katrinh@matis.is